#129 - Andri Þór Guðmundsson
Manage episode 330451513 series 2312948
“Eitt af mínum stærstu markmiðum var að öðlast innri ró. Þú lifir ekki lífinu fyrir aðra, þú lifir lífinu fyrir sjálfan þig. Ég átti pabba sem var alkóhólisti og það er ákveðið átak að brjótast út úr því og taka stjórn á lífinu. Þú þarft stundum að taka erfiðar ákvarðanir og erfiða slagi sem eru sársaukafullir og draga dilk á eftir sér allt þitt líf en þú verður að setja sjálfan þig í fyrsta sæti, það er enginn annar sem gerir það fyrir þig.”
Andri Þór hefur stýrt Ölgerðinni síðustu 20 árin en þegar hann tók við forstjórastarfinu var markaðshlutdeild Ölgerðarinnar 30% á móti 70% samkeppnisaðila og 15% hjá Pepsi á móti 85% Coke. Við ræðum stór og áþreifanleg markmið sem Andri setur fyrirtækinu og sjálfum sér, hvað þarf til að framfylgja sterkum gildum, að leyfa sér að hugsa stórt og setja sér risa markmið, erfiðleika í fjölskyldulífinu, hvernig NOCCO kom eins og stormsveipur inn á koffínmarkaðinn, skortinn á sjálfstrausti og drifið í sköpunargleðinni.
157 حلقات