#133 Gísli og Erlingur - stofnendur Controlant
Manage episode 333727461 series 2390720
Starfsmönnum Controlant fjölgaði úr 50 í 350 og tekjurnar úr 400 milljónum í 8 milljararða á aðeins 2 árum. Controlant varð landsþekkt á örskömmum tíma þegar samstarf þess við Pfizer og vöktun bóluefna gegn Covid-19 var handsalað.
Það er freistandi að kalla þetta 'overnight success' en ef horft er til síðustu 15 ára er ljóst að árangurinn náðist ekki á einni nóttu. Rafmagnsverkfræðingarnir Gísli og Elli hönnuðu þráðlausan skynjara til að mæla þrýstinginn í jeppadekkjum en þegar svínaflensan skaut upp kollinum kom í ljós að skynjararnir gætu gegnt mikilvægara hlutverki í samfélaginu. Þar hófst mikill vöxtur og vegferð í átt að samningum við Pfizer með skrautlegum verkefnum í millitíðinni þar sem lausnir Controlant vöktuðu gítar Brian May, þörunga, matvörur fyrir Chipotle og fleiri.
157 حلقات