Ráfað um rófið 03 05 Sunna Dögg, stimm og fleira
Manage episode 361663937 series 3279515
Ráfið hjá Evu Ágústu og Guðlaugu Svölu liggur um víðan völl í þessum þætti og leiðsögumaðurinn er Sunna Dögg Ágústsdóttir sem er verkefnastjóri málefna ungmenna hjá Þroskahjálp. Meðal áfangastaða á ráfinu eru stimm, þjóðfánar, handavinna og kettir svo eitthvað sé nefnt. Einnig hvernig það er að vera einhverf í óeinhverfu samfélagi, hvort kröfur eru sanngjarnar eða ekki og hvernig stendur á því að einstaklingur sem nýtur þess að læra skuli ekki hafa notið þess að vera í skóla. Efnisviðvörun: minnst er á sjálfsvígstilraun á einum stað í samtalinu.
28 حلقات