Ráfað um rófið 03 01 - Auður og skynjun
Manage episode 355560953 series 3279515
Í þessum fyrsta þætti ársins 2023 fá þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala til sín góðan gest, hana Auði Ákadóttur, listakonu. Ráfið liggur að mestu um hina mjög svo margbreytilegu og áhugaverðu vegi skynjunar. Staldrað er við sjálfa skynjunina sem slíka, af hverju hún er svona mikilvæg til að skilja einhverfu, hvaða kosti óhefðbundin skynjun getur haft sem og hvaða áskoranir geta fylgt henni.
Ólíkar bragðtegundir af rjómaís koma líka við sögu, sem og normal (og abnormal) brauð. Meðal hápunkta er Chloé Hayden og afrek hennar, svo sem bókin Different not Less og leikur hennar í Heartbreak High. Lágpunktur gæti hins vegar verið erfiðleikar við að fara til læknis og gera sig skiljanlega í slíkum heimsóknum.
28 حلقات