المحتوى المقدم من RÚV. يتم تحميل جميع محتويات البودكاست بما في ذلك الحلقات والرسومات وأوصاف البودكاست وتقديمها مباشرة بواسطة RÚV أو شريك منصة البودكاست الخاص بهم. إذا كنت تعتقد أن شخصًا ما يستخدم عملك المحمي بحقوق الطبع والنشر دون إذنك، فيمكنك اتباع العملية الموضحة هنا https://ar.player.fm/legal.
Player FM - تطبيق بودكاست انتقل إلى وضع عدم الاتصال باستخدام تطبيق Player FM !
Joe Bates is a member of the Bad River Band, a Native American Tribe residing along Lake Superior in Wisconsin. He and his community have been embroiled in a long-standing legal and public relations battle against Enbridge, a Canadian energy company, to protect their ancestral lands. This struggle has been documented in "Bad River," a documentary film released in early 2024, which showcases Bates and his fellow activists within the band. Joe joins Jay to share his personal journey of activism, the profound influence of past generations of tribal and environmental activists on his own path, and the ongoing fight against Enbridge, which affects the future of water protection in America. To learn more about the Bad River Band, click here. Episode Chapters (00:00) - Intro (01:19) - Joe’s activist history (04:31) - The connection between the Bad River Band and their land (10:06) - How did Enbridge come to have pipes under native land against the Bad River Band’s wishes? (14:00) - The threat’s Enbridge’s Line 5 poses to the environment (18:10) - “You can’t put a price tag on what we have. What we have is priceless.” (19:23) - Joe and Jay discuss the documentary “Bad River” (22:58) - Thank you and goodbye For video episodes, watch on www.youtube.com/@therudermanfamilyfoundation Stay in touch: X: @JayRuderman | @RudermanFdn LinkedIn: Jay Ruderman | Ruderman Family Foundation Instagram: All About Change Podcast | Ruderman Family Foundation To learn more about the podcast, visit https://allaboutchangepodcast.com/…
المحتوى المقدم من RÚV. يتم تحميل جميع محتويات البودكاست بما في ذلك الحلقات والرسومات وأوصاف البودكاست وتقديمها مباشرة بواسطة RÚV أو شريك منصة البودكاست الخاص بهم. إذا كنت تعتقد أن شخصًا ما يستخدم عملك المحمي بحقوق الطبع والنشر دون إذنك، فيمكنك اتباع العملية الموضحة هنا https://ar.player.fm/legal.
Sífellt fleiri upplifa kulnun í starfi eða lífinu almennt. Í fimmtánda þætti af Málið er skoðum við kulnun og hvort það sé eitthvað við nútímasamfélag sem geri það að verkum að sífellt fleiri og yngra fólk upplifi kulnun. Við heyrum reynslusögur fólks sem hefur upplifað kulnun. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Auður Jónsdóttir, Íris Stefanía Skúladóttir, Linda Bára Lýðsdóttir, Margrét Marteinsdóttir.
المحتوى المقدم من RÚV. يتم تحميل جميع محتويات البودكاست بما في ذلك الحلقات والرسومات وأوصاف البودكاست وتقديمها مباشرة بواسطة RÚV أو شريك منصة البودكاست الخاص بهم. إذا كنت تعتقد أن شخصًا ما يستخدم عملك المحمي بحقوق الطبع والنشر دون إذنك، فيمكنك اتباع العملية الموضحة هنا https://ar.player.fm/legal.
Sífellt fleiri upplifa kulnun í starfi eða lífinu almennt. Í fimmtánda þætti af Málið er skoðum við kulnun og hvort það sé eitthvað við nútímasamfélag sem geri það að verkum að sífellt fleiri og yngra fólk upplifi kulnun. Við heyrum reynslusögur fólks sem hefur upplifað kulnun. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Auður Jónsdóttir, Íris Stefanía Skúladóttir, Linda Bára Lýðsdóttir, Margrét Marteinsdóttir.
Í þættinum í dag heyrum við sögur tveggja einstaklinga sem á óvæntan hátt fundu blóðfeður sína á fullorðinsárum. Sögurnar eru ólíkar en samt er margt líkt með þeim. Hrafnhildur S. Mooney vissi alltaf að hún ætti pabba í Ameríku en pældi ekkert sérstaklega í því - og hitti hann ekki fyrr en fyrir tæpum tíu árum síðan og um leið stækkaði fjölskylda hennar töluvert. Aron Leví Beck var átján ára þegar maðurinn sem hann taldi vera föður sinn fór fram á faðernispróf, sem leiddi hann í sannleikann um að sá sem hann taldi hafa verið föður sinn frá fæðingu var það ekki. Hann fann föður sinn og sex tónelsk systkini. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Aron Leví Beck, Hrafnhildur S. Mooney og Rúnar Þór.…
Hvernig er að horfa á eftir syni sínum verða að útigangsmanni? Í Málið er í dag heyrum við sögu móður sem missti son sinn rétt fyrir jól en hann hafði lengi tilheyrt hópi útigangsfólks. Móðirin berst nú fyrir bættum aðstæðum fyrir heimilislausa en aldrei hafa fleiri tilheyrt þeim hópi hér á landi. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendi: Guðrún Hauksdóttir Schmidt…
Eru fötlunarfordómar í samfélaginu og ef svo er, hvernig birtast þeir? Í þættinum fræðumst við um fötlunarfordóma í gegnum þær Ingu Bjork Bjarnadóttur og Jönu Birtu Björnsdóttur, sem báðar eru fatlaðar og tilheyra aktivistahópnum Tabú sem stofnaður var árið 2014. Hópurinn berst fyrir meiri sýnileika fatlaðs fólks - enda eigi það rétt á plássi, valdi og virðingu í samfélaginu. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Inga Björk Bjarnadóttir og Jana Birta Björnsdóttir.…
Í þættinum heyrum við sögu Zöhru Mesbah Sayed Ali sem kom til Íslands frá Íran ásamt systur sinni og móður fyrir sex árum síðan. Þó það hafi tekið á í fyrstu að venjast nýju landi þá hafa þær aðlagast vel og nú eru þær allar komnar með íslenskan ríkisborgararétt. Zahra hefur náð góðum tökum á íslensku, stofnað sína eigin túlkaþjónustu og stefnir á að láta drauminn um að verða tannlæknir rætast. Viðmælendur: Zahra Mesbah Sayed Ali Hava Foroutan Mohammad Hossein Hassan Raza Akbari…
Í þættinum í dag fjöllum við um stjúptengsl sem geta oft verið vandasöm en líka gefandi og góð. Hvaða áskoranir mæta slíkum fjölskyldum umfram aðrar og hvaða væntingar eiga stjúpforeldrar og börn að gera til sín? Hvernig á að haga stórhátíðum í slíkum fjölskyldum? Við heyrum sögu af stjúpfjölskyldu sem hefur eytt jólunum saman í næstum þrjá áratugi. Fyrrverandi makar, núverandi makar og svo öll börnin. Og líka sögu stjúpmóður sem ætlaði að eiga bestu stjúpfjölskyldu í heimi þar sem allir yrðu glaðir en áttaði sig fljótt á því að besta er að slaka á kröfunum til að allt gangi upp. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Valgerður Halldórsdóttir, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Inga Sveinsdóttir.…
Í þættinum í dag heyrum við sögu konu sem var vændiskona í Kaupmannahöfn. Eva Dís Þórðardóttir á að baki átakanlegar lífsreynslur sem hafa mótað hana. Í mörg ár vissi enginn af því að hún hefði stundað vændi og hún óttaðist ekkert frekar en að það kæmist upp. Eftir að hún sagði frá því opinberlega hefur hún upplifað algjört frelsi, nú getur enginn notað leyndarmálið gegn henni. Hún segir vændi vera ofbeldi ekki starfsgrein og eftir mikla sjálfsvinnu hefur hún nýtt sína reynslu öðrum til hjálpar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælandi: Eva Dís Þórðardóttir…
Ungur maður féll niður í líkamsrækt og í ljós kom að hann hafði fengið heilablæðingu. Hann var sendur til Svíþjóðar í aðgerð sem fór ekki eins og vonast var til og heili hans varð fyrir miklum súrefnisskorti. Hann hlaut alvarlegan heilaskaða og lífið breyttist, ekki bara hans eigið líf heldur allra aðstandanda hans. Í þættinum í dag heimsækir Viktoría Hermannsdóttir Einar Óla og móður hans, Aðalheiði Bjarnadóttur, á Grensásdeild. Þar hefur hann búið í eitt og hálft ár meðan beðið er eftir að hann komist í annað úrræði, en aðstandendur hans hafa upplifað algjört úrræðaleysi í kerfinu. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Aðalheiður Bjarnadóttir Jóhanna…
Í þættinum í dag heyrum við sögu Sturlu Þórhallssonar, sem var dæmdur í tíu ár fangelsi í Danmörku fyrir skipulagningu á umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Hann hefur á undraverðan hátt snúið blaðinu við. Fór í meðferð í fangelsinu og starfaði á hestaleigu síðustu fjögur ár afplánunartímans. Hann losnaði fyrir tveimur mánuðum við ökklaband sem hann bar síðasta árið í afplánunni og er nú orðinn frjáls maður á ný - sem hann segir ekki vera jafn einfalt og það kann að hljóma. Við heyrum magnaða sögu Sturlu - frá þaulskipulögðu fíkniefnasmygli yfir í frelsið í sveitinni. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Sturla Þórhallsson, Sólmundur Sigurðarson.…
Hvernig getur það gerst að átján ára gamall strákur í blóma lífsins deyr úr lyfjaeitrun þegar fjölskylda hans hefur ekki hugmynd um að hann hafi verið í nokkurs konar neyslu? Einar Darri Óskarsson lést þann 25. maí síðastliðinn. Dagana eftir andlátið komst fjölskylda hans að því að hann hafði í skamman tíma áður en hann lést verið að taka lyfseðilsskyld lyf. Fyrir fjölskyldunni opnaðist heimur sem þau vissu ekki að væri til þar sem misnotkun sterkra lyfseðilsskyldra lyfja þykir ekkert tiltökumál. Í þættinum í dag ræðir Viktoría Hermannsdóttir við móður og systur Einars Darra sem óvænt hafa, á sama tíma og þær syrgja hann, leiðst út í baráttu fyrir því að fleiri hljóti ekki sömu örlög og Einar Darri. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Bára Tómasdóttir og Andrea Ýr Arnarsdóttir.…
Hvernig fer maður út í lífið eftir að hafa alist upp við mikið ofbeldi? Við heyrum àtakanlega sögu Áslaugar Maríu sem var beitt grófu andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi fram á unglingsár. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Áslaug María, Jenný Valberg og Ragna Björg Guðbrandsdóttir.…
Í Kolaportinu er að finna flóru mannlífsins þó að kúnnahópurinn hafi vissulega breyst á undanförnum árum og nú eru ferðamenn meira áberandi en áður. Í þætti dagsins heimsækjum við Kolaportið, spjöllum við fólk sem hefur staðið söluvaktina í áratugi og kynnumst gestum og gangandi. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Paul Ramses, Jörmundur Ingi, Bjorn, Sigurður Garðarsson, Guðrún Linda, Krissa, Guðrún, Stella Gunnarsdóttir, Marta Björnsdóttir, Reynir Sverrisson, Hjalti Snær Ægisson, Vilborg Auðunsdóttir, Berta Guðný Kjartansdóttir.…
Í Málið er í dag kynnir Viktoría Hermannsdóttir sér heim gámagramsara á Íslandi. Gámagrams er það þegar fólk nær sér í mat í matvörugáma verslana. Ólíkt því sem margir halda þá eru flestir sem stunda gámagrams ekki að gera það vegna fátæktar heldur af hugsjón. Við förum á rúntinn með Rakel Garðarsdóttur sem hefur lengi barist gegn matarsóun og skoðum gáma á höfuðborgarsvæðinu og hittum nokkra gámagramsara. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Rakel Garðarsdóttir, Hallur Heiðarsson, Gréta, Adam og Kasja.…
Rifjað upp við þegar yfir 300 verkafólk kom frá Þýskalandi til Íslands til þess að vinna hér. Fjölmennasti hópurinn kom með strandferðaskipinu Esju 8. júní árið 1949. 69 árum síðar rifjar hin 87 ára gamla Gisela Schulze upp ferðalagið til Íslands, aðdragandann að því og hvernig var að koma til Íslands frá Þýskalandi. Viðmælendur: Gisela Schulze og Nína Rós Ísberg Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.…
Í dag eru betri möguleikar en áður á að breyta um starfsferil þó maður sé komin á fullorðinsár. Við heyrum sögur fólks sem söðlaði um og breytti um stefnu, hvort sem það var í lífi eða starfi, eða jafnvel bæði. Við heyrum meðal annars sögu Kristjáns sem fór í kvikmyndanám þegar hann var orðinn 51 árs. Hann segir það hafa breytt lífi sínu og er í dag miklu glaðari en áður. Viðmælendur: Kristján Þór Ingvarsson, Fanney Birna Jónsdóttir, Rut Sigurðardóttir, Kristjana Mjöll Sigurðardóttir. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir…
مرحبًا بك في مشغل أف ام!
يقوم برنامج مشغل أف أم بمسح الويب للحصول على بودكاست عالية الجودة لتستمتع بها الآن. إنه أفضل تطبيق بودكاست ويعمل على أجهزة اندرويد والأيفون والويب. قم بالتسجيل لمزامنة الاشتراكات عبر الأجهزة.